Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.
Íslenska 21 árs landsliðið er hinsvegar meðal átta keppnisþjóða á Evrópumótinu eftir tvo sigra á Skotum í sínum umspilaleikjum en það voru Hvít-Rússar sem slógu Ítali út úr umspilinu.
Ciro Ferrara var þjálfari Juventus í átta mánuði eða þar til að hann var rekinn í janúar eftir slæmt gengi liðsins. Hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.
Ferrara gerði tveggja ára samning en hann lék á sínum tíma með Napoli og Juventus og á alls 49 A-landsleiki og sex 21 árs landsleiki fyrir Ítalíu.
Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn
