Ívar um Gylfa: Einn sá besti í Evrópu á þessum aldri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 21:00 Ívar Ingimarsson. Nordic Photos / Bongarts Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta." Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta."
Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn