AC Milan hefur tilkynnt að félagið hafi komist að samkomulagi við granna sína og erkifjendur í Inter um að fá miðjumanninn Mancini á láni út yfirstandi keppnistímabil.
Hinn 29 ára gamli Brasilíumaður hefur ekki verið í náðinni hjá knattspyrnustjóranum José Mourinho hjá Inter en AC Milan hefur möguleika á að kaupa leikmanninn að lánstímanum loknum.
Mancini er samningsbundinn Inter til sumarsins 2012 en hann kom til Inter frá Roma sumarið 2008.