Opnunarhátíð Hörpu í maí 28. september 2010 07:30 starfsemi kynnt Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. fréttablaðið/valli Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“ Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“
Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira