Þegar LeBron James ákvað að sýna Michael Jordan virðingu með því að skipta úr númerinu 23 í 6 átti hann ekki von á því að alræmdasti leikmaður deildarinnar, Gilbert Arenas, myndi fylgja í fótspor hans.
Arenas er nefnilega búinn að ganga frá allri pappírsvinnu svo hann geti spilaði treyju númer 6 á næstu leiktíð eins og LeBron. Hann hefur spilað með númerið 0 á bakinu síðan í háskóla.
Hann segist þó ekki hafa valið þetta númer til þess að herma eftir LeBron. Hann segist hafa valið númerið 6 því það séu mínúturnar sem búist var við að hann myndi spila á háskólaferlinum.
Hann spilar því aldrei aftur í treyju númer 0 því hann er í banni út leiktíðina fyrir að mæta með byssur á æfingu hjá Washington Wizards. Það gæti reyndar einnig verið bið á því að hann spili í númer 6 því hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir athæfið.