Borgarstjórnin í Hannover ætlar að heiðra markvörðinn Robert Enke með því að skíra götu í borginni eftir markverðinum sem framdi sjálfsmorð fyrir tæpu ári síðan.
Robert Enke þjáðist af þunglyndi og henti sér fyrir lest 10. nóvember í fyrra. Enke var 32 ára gamall en hann var þá aðalmarkvörður Hannover-liðsins sem og þýska landsliðsins.
Gatan sem verður nefnd eftir Robert Enke verður nálægt heimavelli Hannover en félagið og Teresa, ekkja Enke, munu hafa mikið um það að segja hvaða gata verður fyrir valinu.

