„Þetta er mjög sætur sigur og það er alltaf gaman að vinna Fram," sagði Íris Ásta Pétursdóttir úr liði Vals eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum deildarbikar kvenna í handbolta, 22-23, í kvöld. Íris Ásta fór fyrir liði Vals og skoraði alls sex mörk í kvöld.
„Við mætum í alla leiki til að vinna og sem betur fer gekk þetta upp í kvöld. Við létum Írisi Björk verja mikið frá okkur í fyrri hálfleik. Það er erfitt að eiga við hana enda er hún ein af bestu markvörðum landsins. Við fórum yfir stöðuna í hálfleik og reyndum að róa sóknarleikinn og þá fór þetta að ganga upp hjá okkur," segir Íris.
Leikur liðanna í kvöld var afar skemmtilegur og var mikill hraði í leiknum. Það er enginn vafi í huga Írisar Ástu að þetta eru tvö bestu lið landsins í kvennahandboltanum í dag.
„Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og það er mjög gaman að spila á móti Fram. Þetta var mjög hraður og skemmtilegur leikur eins og oftast þegar þessi lið mætast," segir Íris Ásta og það kom henni á óvart að hún væri markahæst í liði Vals í kvöld. „Mér gekk mjög vel í kvöld enda fékk ég mikla hjá frá stelpunum. Ég nýtti tækifærið."
Íris Ásta: Alltaf gaman að vinna Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






