Fótbolti

Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Massimo Oddo, leikmaður AC MIlan, fer fyrir leikmannasamtökunum.
Massimo Oddo, leikmaður AC MIlan, fer fyrir leikmannasamtökunum. Mynd/AFP
Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.

Það hefur ekkert komið út úr viðræðum síðan þá og nú hafa leikmenn gefið það út að þeir munu fara í verkfall helgina 25. til 26. september næstkomandi.

Deilan snýst um það að félögin vilja minnka rétt leikmanna eins og það að hafa neitunarvald þegar á að selja þá á milli félaga. Nýlegt dæmi um það er þegar Fabio Grosso stoppaði söluna á sér frá Juventus til AC Milan.

Samtöku eigenda félaganna ætla að koma með nýtt tilboð á mánudaginn og vonast eftir að leikmannasamtökin munu í kjölfarið hætta við verkfallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×