Kobe Bryant braut ísinn fyrir NBA-stjörnurnar í vikunni þegar hann sagðist vera tilbúinn að gefa kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
Stórstjörnur NBA-deildarinnar gáfu HM í sumar langt nef og sendu minni spámenn á mótið sem síðan kláruðu það. Um leið fengu Bandaríkin keppnisrétt á ÓL í London.
Ólympíugull er eitthvað sem höfðar til stórstjarnanna og nú hefur LeBron James fylgt í fótspor Kobe og lýst yfir áhuga á að vera með í London.
"K þjálfari er með númerið mitt og ég er með hans. Ef hann þarf á mér að halda þá mun ég mæta," sagði James.