Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr bar sem ber heitið New Square var opnaður í gærkvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn sem er staðsettur á efstu hæð í strætóhúsinu við Lækjatorg í Hafnarstræti 20 þar sem útsýnisstofa Björgólfs Guðmundssonar var áður.
Staðurinn skiptist annarsvegar í veitingastað, sem ber heitið Fun & fine dining og hinsvegar er um að ræða skemmtistað þar sem bestu skífuþeytarar sem fást hverju sinni sjá um tónlistina.