Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim.
Gylfi gekkst undir læknisskoðun í gær og skrifaði svo undir fjögurra ára samning við þýska liðið.
Hann hefur verið í herbúðum Reading undanfarin ár þar sem hann hefur vakið mikla athygli. Hoffenheim hefur unnið báða leiki sína til þessa í þýsku úrvalsdeildinni.
Gylfi mun nú halda til móts við íslenska landsliðshópinn enda leikir framundan gegn Noregi og Danmörku.