Phoenix Suns steig stórt skref í átt að úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt er liðið lagði San Antonio, 110-102, öðru sinni á heimavelli sínum. Phoenix leiðir þar með einvígið, 2-0.
Frábær varnarleikur og gott framlag af bekknum skilaði sigrinum í nótt en San Antonio hefur ekkert svar átt við leik þeirra hingað til.
Amar´e Stoudemire skoraði 23 stig og reif niður 11 fráköst fyrir Suns en Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir Spurs sem spilar næst á heimavelli.
Úrslit:
Phoenix-San Antonio 110-102