„Sæll félagi Össur“ - Magma bað ráðherra um frið fyrir Vinstri grænum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2010 18:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Við síðustu mánaðarmót stóð til að ljúka endanlega kaupum Magma á HS Orku en það hefði þýtt 98 prósenta hlut kanadíska fyrirtækisins í HS Orku. Sem kunnugt er kannar nú opinber nefnd lögmæti kaupanna og einkavæðingu fyrirtækisins almennt. Undirbúningur að aðkomu Magma Energy að fjárfestingu í íslenskum orkugeira hefur staðið yfir um langa hríð. Helsti arkitektinn að því að skapa vinalegt andrúmsloft hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir slíkri fjárfestingu virðist hafa verið Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy og núverandi forstjóri Magma á Íslandi. Fréttastofa dregur þessa ályktun af miklu magni tölvupósta frá Ásgeiri til ráðherra og embættismanna og annarra gagna sem hún hefur undir höndum frá vorinu 2009 og til dagsins í dag. Hinn 27. apríl 2009, tveimur dögum eftir alþingiskosningar, sendi Ásgeir, þá forstjóri Geysis Green, Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra póst með textanum: „Sæll félagi Össur" og óskaði eftir fundi með ráðherranum um áætlanir Magma um orkumál á Suðurnesjum en á þessum tíma var Geysir í miðjum viðræðum við Magma um sölu á hlut í HS Orku. Í kjölfarið fylgdu svo margir tölvupóstar til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu, um fjárfestingar í HS Orku. Einn þeirra er um fund Ross Beatys, forstjóra Magma og fleirum með Össuri. Þar lýsir Kristján, ráðuneytisstjóri, því í tölvupósti til Ásgeirs að best sé að þeir séu ekki of margir því Össuri líki best að „taka menn í sófann til sín." Hinn 8. júní í fyrra óskar Ásgeir eftir fundi með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, til að segja henni fyrst frá málum sem „gætu farið í loftið." Athygli vekur að Ásgeir sendi Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu og Össuri, sem þá var ekki lengur iðnaðarráðherra og gegndi embætti utanríkisráðherra, tölvupóst hinn 3. júlí 2009 þar sem hann ávarpar þá „Sælir kappar" og segir að „suðið sé komið fram" og er þar væntanlega að vísa í andstöðu Vinstri grænna við fjárfestingu Magma í HS Orku. Því næst biður hann þá Össur og Kristján um hjálp við að „snúa ofan af vitleysunni." Þess ber að geta að orku- og auðlindamál voru ekki á borði utanríkisráðherra og ekki í samræmi við verkaskiptingu í stjórnarráðinu. Þá hefur utanríkisráðherra heldur ekkert að segja um erlenda fjárfestingu, því hún heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Í tölvupósti sem Ásgeir sendi Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, hinn 18. ágúst í fyrra að segir hann að „kaldar kveðjur" berist nú frá Vinstri grænum um erlenda fjárfestingu og spyr því næst hvort ekki sé hægt að „snúa ofan af þessari umræðu" og óskar síðan eftir fundi með ráðherranum. Meðal gagnanna sem fréttastofa hefur undir höndum eru drög að viljayfirlýsingu milli íslenskra stjórnvalda og Magma Energy. Þar segir að það sé vilji beggja að „íslenskir hagsmunir" (e. Icelandic interests) muni aldrei eiga minna en 50 prósenta hlut í HS Orku. Þetta var háð því að búin væri til íslenskur fjárfestahópur, m.a með þátttöku lífeyrissjóðanna. Þetta varð aldrei að veruleika m.a af því að lífeyrissjóðirnir höfðu ekki áhuga á fjárfestingunni, töldu verðið of hátt, en Magma Energy á 98 prósenta hlut í fyrirtækinu í dag. Ljóst er að ýmis gögn vantar, eins og t.d svör ráðherra við tölvupóstum Ásgeirs Margeirssonar. Þá er rætt í tölvupóstunum um ýmsa fundi milli forsvarsmanna Geysis Green, Magma Energy og ráðherra, en engin minnisblöð fylgja um þessa fundi og óvíst hvort slík minnisblöð hafi verið unnin. Þess má geta að ekki er lögð bein lagaskylda á embættismenn að vinna minnisblöð í öllum málum þótt slíkt hafi ávallt verið talið falla undir vandaða stjórnsýsluhætti. Ekkert saknæmt eða mjög óeðlilegt virðist koma fram í þessum gögnum, en þau eru upplýsandi að því leytinu til að þau varpa ljósi á aðdraganda þess að kanadískt fyrirtæki, Magma Energy, fjárfesti í íslensku orkufyrirtæki, HS Orku. Fréttastofa mat það svo að þessi gögn, þar á meðal tölvupóstarnir, ættu erindi við almenning þar sem fjárfesting útlendinga í orkugeiranum er stórt deilumál í íslensku samfélagi og varðar mikilvæga hagsmuni. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði rannsakar nú kaup Magma á HS Orku en búist er við að hún skili niðurstöðum sínum fljótlega. Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04 GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26 Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Við síðustu mánaðarmót stóð til að ljúka endanlega kaupum Magma á HS Orku en það hefði þýtt 98 prósenta hlut kanadíska fyrirtækisins í HS Orku. Sem kunnugt er kannar nú opinber nefnd lögmæti kaupanna og einkavæðingu fyrirtækisins almennt. Undirbúningur að aðkomu Magma Energy að fjárfestingu í íslenskum orkugeira hefur staðið yfir um langa hríð. Helsti arkitektinn að því að skapa vinalegt andrúmsloft hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir slíkri fjárfestingu virðist hafa verið Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy og núverandi forstjóri Magma á Íslandi. Fréttastofa dregur þessa ályktun af miklu magni tölvupósta frá Ásgeiri til ráðherra og embættismanna og annarra gagna sem hún hefur undir höndum frá vorinu 2009 og til dagsins í dag. Hinn 27. apríl 2009, tveimur dögum eftir alþingiskosningar, sendi Ásgeir, þá forstjóri Geysis Green, Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra póst með textanum: „Sæll félagi Össur" og óskaði eftir fundi með ráðherranum um áætlanir Magma um orkumál á Suðurnesjum en á þessum tíma var Geysir í miðjum viðræðum við Magma um sölu á hlut í HS Orku. Í kjölfarið fylgdu svo margir tölvupóstar til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu, um fjárfestingar í HS Orku. Einn þeirra er um fund Ross Beatys, forstjóra Magma og fleirum með Össuri. Þar lýsir Kristján, ráðuneytisstjóri, því í tölvupósti til Ásgeirs að best sé að þeir séu ekki of margir því Össuri líki best að „taka menn í sófann til sín." Hinn 8. júní í fyrra óskar Ásgeir eftir fundi með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, til að segja henni fyrst frá málum sem „gætu farið í loftið." Athygli vekur að Ásgeir sendi Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu og Össuri, sem þá var ekki lengur iðnaðarráðherra og gegndi embætti utanríkisráðherra, tölvupóst hinn 3. júlí 2009 þar sem hann ávarpar þá „Sælir kappar" og segir að „suðið sé komið fram" og er þar væntanlega að vísa í andstöðu Vinstri grænna við fjárfestingu Magma í HS Orku. Því næst biður hann þá Össur og Kristján um hjálp við að „snúa ofan af vitleysunni." Þess ber að geta að orku- og auðlindamál voru ekki á borði utanríkisráðherra og ekki í samræmi við verkaskiptingu í stjórnarráðinu. Þá hefur utanríkisráðherra heldur ekkert að segja um erlenda fjárfestingu, því hún heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Í tölvupósti sem Ásgeir sendi Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, hinn 18. ágúst í fyrra að segir hann að „kaldar kveðjur" berist nú frá Vinstri grænum um erlenda fjárfestingu og spyr því næst hvort ekki sé hægt að „snúa ofan af þessari umræðu" og óskar síðan eftir fundi með ráðherranum. Meðal gagnanna sem fréttastofa hefur undir höndum eru drög að viljayfirlýsingu milli íslenskra stjórnvalda og Magma Energy. Þar segir að það sé vilji beggja að „íslenskir hagsmunir" (e. Icelandic interests) muni aldrei eiga minna en 50 prósenta hlut í HS Orku. Þetta var háð því að búin væri til íslenskur fjárfestahópur, m.a með þátttöku lífeyrissjóðanna. Þetta varð aldrei að veruleika m.a af því að lífeyrissjóðirnir höfðu ekki áhuga á fjárfestingunni, töldu verðið of hátt, en Magma Energy á 98 prósenta hlut í fyrirtækinu í dag. Ljóst er að ýmis gögn vantar, eins og t.d svör ráðherra við tölvupóstum Ásgeirs Margeirssonar. Þá er rætt í tölvupóstunum um ýmsa fundi milli forsvarsmanna Geysis Green, Magma Energy og ráðherra, en engin minnisblöð fylgja um þessa fundi og óvíst hvort slík minnisblöð hafi verið unnin. Þess má geta að ekki er lögð bein lagaskylda á embættismenn að vinna minnisblöð í öllum málum þótt slíkt hafi ávallt verið talið falla undir vandaða stjórnsýsluhætti. Ekkert saknæmt eða mjög óeðlilegt virðist koma fram í þessum gögnum, en þau eru upplýsandi að því leytinu til að þau varpa ljósi á aðdraganda þess að kanadískt fyrirtæki, Magma Energy, fjárfesti í íslensku orkufyrirtæki, HS Orku. Fréttastofa mat það svo að þessi gögn, þar á meðal tölvupóstarnir, ættu erindi við almenning þar sem fjárfesting útlendinga í orkugeiranum er stórt deilumál í íslensku samfélagi og varðar mikilvæga hagsmuni. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði rannsakar nú kaup Magma á HS Orku en búist er við að hún skili niðurstöðum sínum fljótlega.
Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04 GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26 Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Bæjarstjóri gáttaður á bréfi forstjóra Magma „Ég er gáttur á þessu bréfi og það setur málið í allt aðra stöðu," segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, um bréf forstjóra Magma til iðnaðarráðherra. Hann segir að sett hafi verið upp leikrit í kringum sölu Íslandsbanka á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma í stað lífeyrissjóðanna eða Norðuráls. Hann telur að samkomulag hafi verið gert um að selja raforku HS Orku til annarra fyrirtækja en álvers Norðuráls í Helguvík. 26. ágúst 2010 09:04
GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. 26. ágúst 2010 13:26
Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. 21. ágúst 2010 13:52