Tveir leikmenn Washington Wizards - Andray Blatche og JaVale McGee - hafa verið settir í eins leiks bann af félaginu fyrir ófagmannlega hegðun.
Þessi ófagmannlega hegðun er í raun slagsmál fyrir utan bar á Þorláksmessukvöldi.
Aðrir gestir barsins voru ekki í slagsmálum heldur er greinilega kalt á milli þessara liðsfélaga því þeir slógust við hvorn annan.
Þeir byrjuðu á því að rífast heiftarlega áður en hnefarnir fengu að tala. Þeir linntu ekki látum fyrr en lögreglan var mætt á staðinn.
Greinilega ekki mikil jólastemning í klefa Wizards eftir að Arenas fór með byssurnar sínar til Orlando.