Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir í nótt og vann Los Angeles Lakers örugglega 91-75. Lakers hafði unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum leik.
Oklahoma var betra liðið frá byrjun og sigurinn aldrei í hættu. Kobe Bryant fann sig engan veginn í leiknum og skoraði aðeins 11 stig. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma með 26 stig.
Manu Ginobili skoraði 30 stig fyrir San Antonio sem sigraði Cleveland 102-97, Danny Granger skoraði 44 stig fyrir Indiana sem vann Utah 122-106 og Dwight Howard skoraði 24 stig og tók 19 fráköst fyrir Orlando sem vann Minnesota 106-97.
New Jersey Nets vann 118-110 sigur á Detroit og þar með er það ljóst að New Jersey sleppur við þann stimpil að vera tölfræðilega slakasta lið í sögu NBA-deildarinnar. Liðið hefur nú jafnað lélegan árangur Philadelphia 76´ers frá 1973 og á tíu leiki eftir á tímabilinu.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Washington 107-96
Boston - Sacramento 94-86
New Jersey - Detroit 118-110
Indiana - Utah 122-106
Orlando - Minnesota 106-97
Philadelphia - Atlanta 105-98
Toronto - Denver 96-97
Oklahoma City - LA Lakers 91-75
Milwaukee - Miami 74-87
San Antonio - Cleveland 102-97
Phoenix - New York 132-96