Boston fíflaði Orlando á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2010 11:22 Stan Van Gundy, þjálfari Orlando, var niðurlútur eftir leik. Mynd/AP Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign. Boston var með algera yfirburði í leiknum í gær. Liðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og staðan eftir átta mínútur var orðin 21-6 Boston í vil og Orlando komst aldrei nálægt því að ógna forskoti heimamanna eftir það. Mestur varð munurinn í upphafi fjórða leikhluta, 32 stig í stöðunni 85-53. „Það var eins og okkur hefði verið alveg sama," sagði Dwight Howard, leikmaður Orlando, eftir leikinn. Áhugaleysi Orlando virtist aldrei meira en þegar að Rajon Rondo náði að stela boltanum í gegnum klofið á Jason Williams sem var að hlaupa aftur til að ná í boltann eftir misheppnaða sendingu. „Þetta er bara eitt af mörgum atriðum í leiknum sem sýndi hvað var í gangi hjá okkur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. „Við fórum bara á hliðina hvað hugarfar varðaði og gáfum eftir á öllum öðrum sviðum í kjölfarið." Alls skoruðu sex leikmenn Boston tíu stig eða meira í leiknum. Glen Davis var stigahæstur með sautján, Paul Pierce var með fimmtán stig og níu fráköst, Ray Allen fjórtán og Rajon Rondo ellefu og var þar að auki með tólf stoðsendingar. Stigahæstir hjá Orlando voru Vince Carter og Jameer Nelson með fimmtán stig hvor. Howard náði sér engan veginn á strik og var með sjö stig. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign. Boston var með algera yfirburði í leiknum í gær. Liðið skoraði fyrstu sjö stig leiksins og staðan eftir átta mínútur var orðin 21-6 Boston í vil og Orlando komst aldrei nálægt því að ógna forskoti heimamanna eftir það. Mestur varð munurinn í upphafi fjórða leikhluta, 32 stig í stöðunni 85-53. „Það var eins og okkur hefði verið alveg sama," sagði Dwight Howard, leikmaður Orlando, eftir leikinn. Áhugaleysi Orlando virtist aldrei meira en þegar að Rajon Rondo náði að stela boltanum í gegnum klofið á Jason Williams sem var að hlaupa aftur til að ná í boltann eftir misheppnaða sendingu. „Þetta er bara eitt af mörgum atriðum í leiknum sem sýndi hvað var í gangi hjá okkur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. „Við fórum bara á hliðina hvað hugarfar varðaði og gáfum eftir á öllum öðrum sviðum í kjölfarið." Alls skoruðu sex leikmenn Boston tíu stig eða meira í leiknum. Glen Davis var stigahæstur með sautján, Paul Pierce var með fimmtán stig og níu fráköst, Ray Allen fjórtán og Rajon Rondo ellefu og var þar að auki með tólf stoðsendingar. Stigahæstir hjá Orlando voru Vince Carter og Jameer Nelson með fimmtán stig hvor. Howard náði sér engan veginn á strik og var með sjö stig.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira