Fótbolti

Ronaldinho þarf að vera duglegri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho þurfi að leggja meira á sig ætli hann sér að vinna sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.

Allegri var ekki ánægður með hversu ríka áherslu Ronaldinho leggur á að fara út á lífið á kvöldin og þarf leikmaðurinn nú að endurvinna traust þjálfarans.

„Það er ekki gaman að vera úti í kuldanum en Ronaldinho verður að vera duglegri til að fá aftur sæti í liðinu," sagði Allegri í samtali við ítalska fjölmiðla.

„Það er hann að gera núna og það gengur ágætlega. Hann sýndi mikinn vilja á laugardaginn," bætti hann við en Ronaldinho kom þá inn á sem varamaður seint í 1-0 sigri á Fiorentina.

AC Milan er í öðru sæti G-riðils í Meistaradeildinni og mætir Auxerre á útivelli í kvöld. Ef Real Madrid vinnur Ajax í hinni viðureign riðilsins í kvöld mun sigur nægja AC Milan til að komast áfram í 16-liða úrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×