Geir Haarde klipptur út 20. október 2010 09:00 Umdeild mynd Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri myndarinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjunum. NordicPhotos/Getty Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira