Golf

Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag.

Birgir Leifur lék hringina þrjá á 212 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann var fimm höggum á eftir sigurvegara mótsins og aðeins einu höggi frá öðru sætinu.

Birgir Leifur lék frábærlega á fyrri níu holunum í dag þar sem hann lék á þremur höggum undir pari eftir að hafa fengið örn á þeirri níundu. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir níu holur fjórum höggum á eftir Frakkanum Romain Wattel.

Birgir Leifur varð fyrir áfalli á 13. holu þegar hann lék hana á sjö höggum og fékk tvöfaldan skolla. Birgir hafði fengið fugl á þessari sömu holu á fyrstu tveimur hringunum.

Birgir Leifur paraði næstu tvær holur og fékk síðan fugl á þeirri sextándu. Hann tapaði síðan höggi á 17.holu og endaði hringinn á 71 höggi eða einu höggu undir pari.

Arnar Snær Hákonarson úr GR fylgdi á eftir góðum öðrum degi með því að leika annan daginn í röð á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Arnar hækkaði sig upp í 29. sæti en hann lék hringina þrjá á sjö höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×