Handbolti

Valsstelpur skipta mörkunum vel á milli sín - geta orðið meistarar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir og Stella Sigurðardóttir eru í hópi markahæstu leikmanna.
Hrafnhildur Skúladóttir og Stella Sigurðardóttir eru í hópi markahæstu leikmanna.
Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri á Fram í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild kvenna. Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki einvígisins og það hefur vakið athygli að stelpurnar í Valsliðinu eru að skipta markaskoruninni mikið á milli sín.

Þriðji úrslitaleikur Vals og Fram hefst klukkan 20.00 í Vodafone-höllinni í kvöld og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vinni Fram leikinn verður fjórði leikurinn á sunnudaginn í Safamýrinni.

Framarar eiga þannig tvo markahæstu leikmenn úrslitaeinvígisins til þessa, Stellu Sigurðardóttur og Karen Knútsdóttur,en Valsliðið á síðan sex af sjö næstu leikmönnum á listanum.

Sex Valskonur hafa nefnilega skorað 7 eða 8 mörk í þessum tveimur fyrstu leikjum einvígisins en markahæstu leikmenn liðsins eru línumennirnir Hildigunnur Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem treysta mikið á sendingar félaga sinna inn á línuna.

Markahæstu leikmenn úrslitaeinvígisins 2010:

(Eftir 2 fyrstu leikina)

1. Stella Sigurðardóttir, Fram 11

1. Karen Knútsdóttir, Fram 11/7

3. Hildigunnur Einarsdóttir, Val 8

3. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 8/2

5. Ágústa Edda Björnsdóttir, Val 7

5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 7

5. Kristín Guðmundsdóttir, Val 7

5. Rebekka Rut Skúladóttir, Val 7

5. Pavla Nevarilova, Fram 7

10. Hildur Þorgeirsdóttir, Fram 4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×