Um fjörutíu störf verða til við aðstoð við búskap í sveitum við Eyjafjallajökul á næstunni. Samkomulag náðist um þetta í gær.
Brýnast þykir að aðstoða bændur við sauðburð þar sem aðstæður á fjárbúum eru mjög erfiðar. Því verður leitað til atvinnulausra bænda og annarra með reynslu af búskap til að aðstoða við verkin.
Þá mun Landgræðslan geta ráðið allt að þrjátíu manns í vinnu í mánuð við að girða og viðhalda girðingum um beitarhólf fyrir sauðfé sem flutt verður á brott.- þeb