Svartur myglusveppur étur upp heimilið Boði Logason skrifar 8. júní 2010 11:35 Margrét Andrésdóttir ásamt börnunum sínum þremur „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið.Hélt að sveppurinn væri fúkkalykt Margrét segir að málið megi rekja aftur í febrúar 2009 þegar hún flutti inn í íbúð á vegum Sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs en varð fljótlega þess var að eitthvað var eins og það átti ekki að vera. „Ég vissi að það væri eitthvað gruggugt við íbúðina og kvartaði strax. Myglusveppur er ekki eitthvað sem þú ert að hugsa um dags daglega. Ég tengdi þetta aldrei við svepp. Ég hélt að þetta væri kannski bara fúkkalykt sem bærinn þyrfti að koma og skoða," segir Margrét en fyrri leigendur höfðu kvartað undan ástandi íbúðarinnar. Hún kvartaði til bæjarins vegna ástandsins en fékk þau svör að samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins væri ekki til peningur til að laga íbúðina.Börnin mikið veik Eftir að hafa búið í íbúðinni átta mánuði fór Margrét að finna fyrir miklum veikindum. „En ég kveiki ekki á perunni strax." Hún fer í aðgerðir á spítölum vegna viðvarandi sýkinga og tekur sýklalyf í æð og margar töflur. Margrét fer til Reykjavíkur í nokkra mánuði og finnur strax að henni líður mikið betur. En hafði ekki tengt það beint við áhrifa frá sveppnum. „Svo kem ég heim í fjórtán daga í apríl og þá blossa veikindin upp aftur og þá fór maður náttúrulega að leggja saman tvo og tvo." Margrét hefur verið með undirliggjandi sjúkdóm frá árinu 2004 sem lýsir sér þannig að ónæmiskerfi hennar er óvenju veikt.Dóttirin missti allt dótið sitt Að sögn Margrétar sést sveppurinn vel um alla íbúðina. „Byggingafulltrúi sem skoðaði húsnæðið sagði að viðbyggingin væri ónýt. Og hann viðurkenndi einnig að eldhúsið væri ónýtt." Margrét segir mikið af hennar eigum vera ónýtar. „Dóttir mín missti eiginlega allt sem hún á og mikið af okkar eigum eru ónýtar. Sófar, rúm, allir bangsar, spil, jóladót, útilegudót, ég gæti lengi talið upp. Allt sem ekki er hægt að bleyta í eitri. Ég efast um að ég fái uppþvottavélina og þvottavélina til baka," segir Margrét. Fólk frá Rauða krossinum kom og heimsótti hana fyrir dögum. „Þau fundu fyrir miklum óþægindum og kunningja kona mín fann einnig fyrir miklum særindum í hálsi eftir að hafa verið í húsinu. Svo þorði blaðamaðurinn frá Austurglugganum varla að anda þarna inni. En það hefur enginn frá bænum komið nema einn starfsmaður áhaldahúss milli verkefna."Ælir kvölds og morgna „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á okkur. Börnin mín eru búin að vera í pössun síðan í janúar. Dóttir mín ældi kvölds og morgna vegna kvíða, því fyrir einni og hálfri viku vorum við heimilslaus." Fjölskyldan er nú komin inn í nýtt húsnæði sem Margrét útvegaði sjálf. „Nú er ég komin í húsnæði, bærinn fann íbúð handa mér upp á annari hæð en þau vissu að það hentaði mér ekki því ég er með ónýtt hné. Ég borga því 128 þúsund krónur á mánuði fyrir íbúðina." Hún segir sveitarfélagið lítið hafa aðstoðað sig vegna málsins. „Þeir reyna að draga þetta því þetta er rosalegt tjón sem enginn er tryggður fyrir. Ég er með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu sem segir að þetta sé heilsuspillandi húsnæði," segir Margrét sem vonar að sveitarfélagið muni hjálpa sér og bæti henni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir bæði heilsufarslega og fjárhagslega.Þrír stólar og plastdiskar Margrét segir að sér og börnum sínum líði miklu betur nú eftir að hafa komið sér fyrir í nýja húsnæðinu en þó vantar margt upp á. „Ég er ekki búin að fá neitt af dótinu sem á að vera hægt að þvo. Við borðum bara af pappadiskum og ég er ekki með síma, sjónvarp, dvd tæki eða Play station tölvuna hjá stráknum mínum. Þetta er svolítið eins og útilega. Við sitjum á einu borði með þrjá stóla og plastdiska. Við erum ekki með neitt, ekki einu sinni þvottavél né þurrkara. Við sváfum fyrstu nóttina á vindsæng," segir Margrét en vinir hennar hafa aðstoðað hana og keypt handa henni rúm. Bærinn hefur ekki komið til móts við hana, segir hún.Enginn asmi, sýkingar né verkir „Ég var að taka yfir 20 töflur á dag en ég er ekki að taka neitt í dag. Ég finn mikinn mun, ég er ekki eins slöpp. Þegar þú ert ekki með verki, asma eða sýkingar þá líður þér vel," segir Margrét sem lítur björtum augum á framtíðina. „Þegar maður er búin að lenda í svona miklum veikindum eins og þessum, þá er ég rosalega sátt við að fá að vera bara með börnunum mínum og nýt þess að vera með þeim," segir Margrét að lokum. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið.Hélt að sveppurinn væri fúkkalykt Margrét segir að málið megi rekja aftur í febrúar 2009 þegar hún flutti inn í íbúð á vegum Sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs en varð fljótlega þess var að eitthvað var eins og það átti ekki að vera. „Ég vissi að það væri eitthvað gruggugt við íbúðina og kvartaði strax. Myglusveppur er ekki eitthvað sem þú ert að hugsa um dags daglega. Ég tengdi þetta aldrei við svepp. Ég hélt að þetta væri kannski bara fúkkalykt sem bærinn þyrfti að koma og skoða," segir Margrét en fyrri leigendur höfðu kvartað undan ástandi íbúðarinnar. Hún kvartaði til bæjarins vegna ástandsins en fékk þau svör að samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins væri ekki til peningur til að laga íbúðina.Börnin mikið veik Eftir að hafa búið í íbúðinni átta mánuði fór Margrét að finna fyrir miklum veikindum. „En ég kveiki ekki á perunni strax." Hún fer í aðgerðir á spítölum vegna viðvarandi sýkinga og tekur sýklalyf í æð og margar töflur. Margrét fer til Reykjavíkur í nokkra mánuði og finnur strax að henni líður mikið betur. En hafði ekki tengt það beint við áhrifa frá sveppnum. „Svo kem ég heim í fjórtán daga í apríl og þá blossa veikindin upp aftur og þá fór maður náttúrulega að leggja saman tvo og tvo." Margrét hefur verið með undirliggjandi sjúkdóm frá árinu 2004 sem lýsir sér þannig að ónæmiskerfi hennar er óvenju veikt.Dóttirin missti allt dótið sitt Að sögn Margrétar sést sveppurinn vel um alla íbúðina. „Byggingafulltrúi sem skoðaði húsnæðið sagði að viðbyggingin væri ónýt. Og hann viðurkenndi einnig að eldhúsið væri ónýtt." Margrét segir mikið af hennar eigum vera ónýtar. „Dóttir mín missti eiginlega allt sem hún á og mikið af okkar eigum eru ónýtar. Sófar, rúm, allir bangsar, spil, jóladót, útilegudót, ég gæti lengi talið upp. Allt sem ekki er hægt að bleyta í eitri. Ég efast um að ég fái uppþvottavélina og þvottavélina til baka," segir Margrét. Fólk frá Rauða krossinum kom og heimsótti hana fyrir dögum. „Þau fundu fyrir miklum óþægindum og kunningja kona mín fann einnig fyrir miklum særindum í hálsi eftir að hafa verið í húsinu. Svo þorði blaðamaðurinn frá Austurglugganum varla að anda þarna inni. En það hefur enginn frá bænum komið nema einn starfsmaður áhaldahúss milli verkefna."Ælir kvölds og morgna „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á okkur. Börnin mín eru búin að vera í pössun síðan í janúar. Dóttir mín ældi kvölds og morgna vegna kvíða, því fyrir einni og hálfri viku vorum við heimilslaus." Fjölskyldan er nú komin inn í nýtt húsnæði sem Margrét útvegaði sjálf. „Nú er ég komin í húsnæði, bærinn fann íbúð handa mér upp á annari hæð en þau vissu að það hentaði mér ekki því ég er með ónýtt hné. Ég borga því 128 þúsund krónur á mánuði fyrir íbúðina." Hún segir sveitarfélagið lítið hafa aðstoðað sig vegna málsins. „Þeir reyna að draga þetta því þetta er rosalegt tjón sem enginn er tryggður fyrir. Ég er með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu sem segir að þetta sé heilsuspillandi húsnæði," segir Margrét sem vonar að sveitarfélagið muni hjálpa sér og bæti henni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir bæði heilsufarslega og fjárhagslega.Þrír stólar og plastdiskar Margrét segir að sér og börnum sínum líði miklu betur nú eftir að hafa komið sér fyrir í nýja húsnæðinu en þó vantar margt upp á. „Ég er ekki búin að fá neitt af dótinu sem á að vera hægt að þvo. Við borðum bara af pappadiskum og ég er ekki með síma, sjónvarp, dvd tæki eða Play station tölvuna hjá stráknum mínum. Þetta er svolítið eins og útilega. Við sitjum á einu borði með þrjá stóla og plastdiska. Við erum ekki með neitt, ekki einu sinni þvottavél né þurrkara. Við sváfum fyrstu nóttina á vindsæng," segir Margrét en vinir hennar hafa aðstoðað hana og keypt handa henni rúm. Bærinn hefur ekki komið til móts við hana, segir hún.Enginn asmi, sýkingar né verkir „Ég var að taka yfir 20 töflur á dag en ég er ekki að taka neitt í dag. Ég finn mikinn mun, ég er ekki eins slöpp. Þegar þú ert ekki með verki, asma eða sýkingar þá líður þér vel," segir Margrét sem lítur björtum augum á framtíðina. „Þegar maður er búin að lenda í svona miklum veikindum eins og þessum, þá er ég rosalega sátt við að fá að vera bara með börnunum mínum og nýt þess að vera með þeim," segir Margrét að lokum.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira