Dwight Howard var í miklum ham í nótt þegar Orlando Magic vann 116-91 sigur á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta. Howard var með 33 stig, 17 fráköst og 7 varin skot í leiknum og Orlando vann sinn ellefta sigur í síðustu fjórtán leikjum. Vince Carter var með 20 stig fyrir Orlando en Richard Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit.
Dallas Mavericks vann í fyrsta sinn með Caron Butler innanborðs þegar liðið vann 107-07 sigur á Phoenix Suns. Caron Butler skoraði 15 stig í leiknum en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 28 stig og Jason Kidd bætti við 18 stigum, 10 stoðsendingum og 7 stolnum boltum. Amare Stoudemire var með 30 stig og 14 fráköst hjá Phoenix.
Tony Parker var með 28 stig fyrir San Antonio Spurs sem vann 90-87 sigur á Indiana Pacers þrátt fyrir að Tim Duncan hafi aðeins hitt úr 4 af 23 skotum sínum. Duncan var þó með 26 fráköst og 5 stoðsendingar.
Paul Millsap skoraði 24 stig og hitti úr 11 af 13 skotum sínum þegar Utah Jazz vann 98-90 sigur á New Orleans Hornets. Carlos Boozer var með 16 stig og 15 fráköst og Deron Williams bætti við 16 stigum og 10 stoðsendingum. Darren Collison var með 24 stig og 9 stoðsendingar hjá New Orleans.
Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:
Indiana Pacers-San Antonio Spurs 87-90
Orlando Magic-Detroit Pistons 116-91
Toronto Raptors-Memphis Grizzlies 102-109 (framlengt)
Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 108-99
New Jersey Nets-Miami Heat 84-87
New York Knicks-Chicago Bulls 109-115
Milwaukee Bucks-Houston Rockets 99-127
New Orleans Hornets-Utah Jazz 90-98
Dallas Mavericks-Phoenix Suns 107-97
Golden State Warriors-Sacramento Kings 130-98
Los Angeles Clippers-Atlanta Hawks 92-110