Markarfljót hækkar 16. apríl 2010 18:29 Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, upplýsti í eftirlitsflugi á fimmta tímanum að bólstrar frá gosstöðvunum næðu upp í 30 þúsund fet og að vindur á svæðinu væri kröftugur, í 19 þúsund feta hæð mældist hann um 85 - 90 hnútar, sem jafngildir 167 km/klst. Samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar hefur verið þykkt ský yfir Klaustri í dag en lítið öskufall. Öskufallið virðist fara hátt og leggur langt yfir. Ekki er vitað um öskufall á öðrum stöðum, þ.e.a.s. við byggðarkjarna, en vindur snýst í norðanátt í kvöld og má þá búast við öskufalli sunnan gosstöðvarinnar. Björgunarsveitir hafa sinnt lokunum á fimm stöðum í dag auk mönnunar í stjórnstöð aðgerða og vettvangsstjórnar á Hvolsvelli. Þær lokanir sem sveitir hafa séð um eru við Fljótsdal, gömlu Markarfljótsbrú við þjóðveg 1, við Vík og við Kirkjubæjarklaustur. Vegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur uppúr klukkan fjögur í dag. Áætlað er að viðgerð á þjóðveginum við Markarfljót ljúki í kvöld eða í fyrramálið. Leiðbeiningar vegna heilsufarslegra afleiðinga eldgossins hafa verið settar á vef heilbrigðisráðuneytisins og allra heilsugæslustöðva, auk þess sem sóttvarnalæknar allra sóttvarnaumdæma hafa dreift þeim til sinna heilbrigðisstarfsmanna. Fundir voru haldnir með sendiherrum og ráðuneytisstjórum í Samhæfingarstöðinni í dag og þeim gerð grein fyrir stöðu mála. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll að vestan og við Skóga að austan, einnig er lokað inn í Fljótshlíð. Búið er að opna upplýsingamiðstöð á Hvolsvelli, í húsnæði vettvangsstjórnar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, upplýsti í eftirlitsflugi á fimmta tímanum að bólstrar frá gosstöðvunum næðu upp í 30 þúsund fet og að vindur á svæðinu væri kröftugur, í 19 þúsund feta hæð mældist hann um 85 - 90 hnútar, sem jafngildir 167 km/klst. Samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar hefur verið þykkt ský yfir Klaustri í dag en lítið öskufall. Öskufallið virðist fara hátt og leggur langt yfir. Ekki er vitað um öskufall á öðrum stöðum, þ.e.a.s. við byggðarkjarna, en vindur snýst í norðanátt í kvöld og má þá búast við öskufalli sunnan gosstöðvarinnar. Björgunarsveitir hafa sinnt lokunum á fimm stöðum í dag auk mönnunar í stjórnstöð aðgerða og vettvangsstjórnar á Hvolsvelli. Þær lokanir sem sveitir hafa séð um eru við Fljótsdal, gömlu Markarfljótsbrú við þjóðveg 1, við Vík og við Kirkjubæjarklaustur. Vegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur uppúr klukkan fjögur í dag. Áætlað er að viðgerð á þjóðveginum við Markarfljót ljúki í kvöld eða í fyrramálið. Leiðbeiningar vegna heilsufarslegra afleiðinga eldgossins hafa verið settar á vef heilbrigðisráðuneytisins og allra heilsugæslustöðva, auk þess sem sóttvarnalæknar allra sóttvarnaumdæma hafa dreift þeim til sinna heilbrigðisstarfsmanna. Fundir voru haldnir með sendiherrum og ráðuneytisstjórum í Samhæfingarstöðinni í dag og þeim gerð grein fyrir stöðu mála. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll að vestan og við Skóga að austan, einnig er lokað inn í Fljótshlíð. Búið er að opna upplýsingamiðstöð á Hvolsvelli, í húsnæði vettvangsstjórnar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira