Útrás íslenskra skálda staðreynd 1. maí 2010 03:00 Verk eftir Hallgrím Helgason, Aðalstein Ásberg og Stefán Mána eru að koma út í þýðingum á meginlandi Evrópu þessa dagana.mynd fréttablaðið/Valli Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb
Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira