Meistaramótið heppnaðist vel - Ekki fleiri náð EM lágmarki í 60 ár Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júlí 2010 08:15 Frá mótinu í gær. Fréttablaðið/Arnþór Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas. Innlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas.
Innlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira