Framherji þýska liðsins HSV, Paolo Guerrero, gæti verið á leið í steininn en hann gerðist svo gáfaður að kasta vatnsflösku upp í stúku sem hafnaði í áhorfanda.
Atvikið átti sér stað á síðustu leiktíð í leik gegn Hannover. Hann fékk á sínum tíma fimm leikja bann fyrir vatnsflöskukastið en málið fór einnig fyrir almenna dómstóla.
Dómstólar munu taka málið fyrir á næstu dögum. Framherjinn verður að láta sjá sig í fyrirtökunni. Verði hann fundinn sekur gæti hans beðið allt að sex mánaða vist í tukthúsinu.