Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2010 10:34 Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun