Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2010 10:34 Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun