Dirk Nowitzki verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Körfubolta sem fer fram í Tyrklandi í næsta mánuði. Nowitzki er þó ekki hættur í landsliðinu því hann ætlar að spila með Þjóðverjum á EM 2011 þar sem barist verður um sæti á Ólympíuleikunum í London.
Dirk Nowitzki skrifaði í gær undir nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks en hann fær um 80 milljónir dollara eða 9,9 milljarða íslenskra króna í laun á þessum tíma.
„Ég var að skrifa undir nýjan samning í Dallas þar sem við erum að setja saman nýtt lið og ég ætla einbeita mér hundrað prósent að því í sumar að undirbúa mig fyrir næsta NBA-tímabil," sagði Dirk Nowitzki sem hefur spilað í tólf ár með Dallas Mavericks og var í vetur 34. leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora 20 þúsund stig.
Nowitzki samdi við Dallas og verður ekki með Þjóðverjum á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn