Leikskólagjöld hækka mest 2. desember 2010 04:00 Hækkað á leikskólum Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira