Er landinu svona illa stjórnað? Björn B. Björnsson skrifar 25. nóvember 2010 04:45 Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til. Þannig er um þá tillögu menntamálaráðuneytis fyrir næsta ár, að halda áfram 25% niðurskurði kvikmyndasjóða sem farið var út í á síðasta ári. Allir geta gert sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag niðurskurður af þessari stærðargráðu væri nokkurri atvinnugrein, framtíðarmöguleikum hennar og fólkinu sem í greininni starfar. En látum það allt vera ef hægt væri að taka þá peninga sem sparast og nota t.d. í heilsugæslu. En það er ekki hægt. Ástæðan er sú að 250 milljóna niðurskurður til kvikmyndasjóða minnkar umsvifin í kvikmyndaiðnaðinum um einn milljarð króna og tekjur ríkisins af þessari atvinnustarfsemi minnka um meira en 250 milljónir. Sparnaðurinn er með öðrum orðum enginn! Þvert á móti tapar ríkið peningum á þessari ráðstöfun, peningum sem t.d. mætti nota í heilsugæsluna. Á síðasta hausti þegar þessi áform voru uppi hvöttu kvikmyndagerðarmenn til þess að ráðuneytið eða fjárlaganefnd skoðuðu málið betur og bentu á fordæmi Íra sem einnig eiga í miklum hremmingum en féllu frá áformum um verulegan niðurskurð til kvikmyndasjóða eftir að þingnefnd skoðaði málið og komst að því að slíkur niðurskurður borgaði sig alls ekki. Hér á Íslandi var málið ekki skoðað heldur var ákvörðunin tekin án þess að aflað væri upplýsinga um afleiðingarnar. Eftir þá niðurstöðu gengust samtök kvikmyndagerðarmanna fyrir umfangsmikilli könnun þar sem fjármál kvikmyndaiðnaðarins síðastliðin fjögur ár voru kortlögð. Yfir 80% allra kvikmyndaverka sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum voru sett inn í gagnagrunninn sem þýðir að upplýsingarnar eru tölfræðilega afar áreiðanlegar. Niðurstaðan birtist í „Rauðu skýrslunni" svonefndu sem sýnir með óyggjandi hætti að þessi skertu framlög til kvikmyndasjóða leiða til þess að tekjutap ríkisins verður meira en þeir fjármunir sem sparast. Niðurskurður kvikmyndasjóða skaðar sem sagt fjárhag ríkisins og sparar ekki neitt. Menntamálaráðuneytinu og fjárlaganefnd til afsökunar má segja að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta ári þegar niðurskurðurinn var ákveðinn - en þeirri afsökun er ekki til að dreifa nú. Þessi niðurskurður kemur vissulega fram sem lækkun á útgjöldum menntamálaráðuneytis en tekjur fjármálaráðuneytis minnka enn meira. Hér er því á ferðinni vitleysisgangur sem skilar samfélaginu engum ávinningi - en veldur verulegum skaða. Skaðinn er m.a. sá að við missum 200 störf í nýsköpunariðnaði sem ungt fólk sækist eftir að vinna í. Iðnaði sem vinnur með íslenskt hugvit og hæfileika við að skapa menningarafurðir sem eiga markað um allan heim. Menningarlegi skaðinn til skamms tíma er sá að við fáum aldrei að sjá fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir, fjórar kvikmyndir, og yfir tuttugu heimildarmyndir. Langtímaáhrifin eru að kyrkja vöxt og viðgang þeirrar íslensku listgreinar sem talar tungumál myndarinnar sem allir jarðarbúar horfa á í margar klukkustundir á dag. Efnahagslegi skaðinn er einnig verulegur því kvikmyndaiðnaður á Íslandi getur veitt þúsundum manna atvinnu og aflað mikilla gjaldeyristekna - fyrir utan að efla og styrkja ferðaþjónustuna. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvernig sú ráðstöfun að skera kvikmyndagerðina niður, langt umfram allar aðrar listgreinar, geti þjónað hagsmunum Íslands þegar sparnaðurinn er enginn en skaðinn verulegur. Ríkisstjórnin segist hafa þá stefnu að efla mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem stór hluti kostnaðar sé launagreiðslur. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna, og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Ef landinu er nú stjórnað, á öðrum sviðum, af sama skeytingarleysi um staðreyndir máls og landsins hag, eins og hér er verið að gera, er óhætt að biðja guði allra trúarbragða að blessa Ísland - og mun ekki duga til. Það er nú í höndum Alþingis hvort málið fái þá meðferð að verða skoðað áður en ákvörðun er tekin (eins og írska þingið gerði) eða hvort sömu vitleysunni verði haldið áfram að óathuguðu máli til verulegs tjóns fyrir menningu okkar og efnahag. P.S.: Kvikmyndaiðnaðurinn á Írlandi er eini iðnaðurinn sem gengur vel í kreppunni þar og er talinn munu velta um 24 milljörðum á þessu ári samanborið við 8 milljarða í fyrra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til. Þannig er um þá tillögu menntamálaráðuneytis fyrir næsta ár, að halda áfram 25% niðurskurði kvikmyndasjóða sem farið var út í á síðasta ári. Allir geta gert sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag niðurskurður af þessari stærðargráðu væri nokkurri atvinnugrein, framtíðarmöguleikum hennar og fólkinu sem í greininni starfar. En látum það allt vera ef hægt væri að taka þá peninga sem sparast og nota t.d. í heilsugæslu. En það er ekki hægt. Ástæðan er sú að 250 milljóna niðurskurður til kvikmyndasjóða minnkar umsvifin í kvikmyndaiðnaðinum um einn milljarð króna og tekjur ríkisins af þessari atvinnustarfsemi minnka um meira en 250 milljónir. Sparnaðurinn er með öðrum orðum enginn! Þvert á móti tapar ríkið peningum á þessari ráðstöfun, peningum sem t.d. mætti nota í heilsugæsluna. Á síðasta hausti þegar þessi áform voru uppi hvöttu kvikmyndagerðarmenn til þess að ráðuneytið eða fjárlaganefnd skoðuðu málið betur og bentu á fordæmi Íra sem einnig eiga í miklum hremmingum en féllu frá áformum um verulegan niðurskurð til kvikmyndasjóða eftir að þingnefnd skoðaði málið og komst að því að slíkur niðurskurður borgaði sig alls ekki. Hér á Íslandi var málið ekki skoðað heldur var ákvörðunin tekin án þess að aflað væri upplýsinga um afleiðingarnar. Eftir þá niðurstöðu gengust samtök kvikmyndagerðarmanna fyrir umfangsmikilli könnun þar sem fjármál kvikmyndaiðnaðarins síðastliðin fjögur ár voru kortlögð. Yfir 80% allra kvikmyndaverka sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum voru sett inn í gagnagrunninn sem þýðir að upplýsingarnar eru tölfræðilega afar áreiðanlegar. Niðurstaðan birtist í „Rauðu skýrslunni" svonefndu sem sýnir með óyggjandi hætti að þessi skertu framlög til kvikmyndasjóða leiða til þess að tekjutap ríkisins verður meira en þeir fjármunir sem sparast. Niðurskurður kvikmyndasjóða skaðar sem sagt fjárhag ríkisins og sparar ekki neitt. Menntamálaráðuneytinu og fjárlaganefnd til afsökunar má segja að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta ári þegar niðurskurðurinn var ákveðinn - en þeirri afsökun er ekki til að dreifa nú. Þessi niðurskurður kemur vissulega fram sem lækkun á útgjöldum menntamálaráðuneytis en tekjur fjármálaráðuneytis minnka enn meira. Hér er því á ferðinni vitleysisgangur sem skilar samfélaginu engum ávinningi - en veldur verulegum skaða. Skaðinn er m.a. sá að við missum 200 störf í nýsköpunariðnaði sem ungt fólk sækist eftir að vinna í. Iðnaði sem vinnur með íslenskt hugvit og hæfileika við að skapa menningarafurðir sem eiga markað um allan heim. Menningarlegi skaðinn til skamms tíma er sá að við fáum aldrei að sjá fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir, fjórar kvikmyndir, og yfir tuttugu heimildarmyndir. Langtímaáhrifin eru að kyrkja vöxt og viðgang þeirrar íslensku listgreinar sem talar tungumál myndarinnar sem allir jarðarbúar horfa á í margar klukkustundir á dag. Efnahagslegi skaðinn er einnig verulegur því kvikmyndaiðnaður á Íslandi getur veitt þúsundum manna atvinnu og aflað mikilla gjaldeyristekna - fyrir utan að efla og styrkja ferðaþjónustuna. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvernig sú ráðstöfun að skera kvikmyndagerðina niður, langt umfram allar aðrar listgreinar, geti þjónað hagsmunum Íslands þegar sparnaðurinn er enginn en skaðinn verulegur. Ríkisstjórnin segist hafa þá stefnu að efla mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem stór hluti kostnaðar sé launagreiðslur. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna, og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Ef landinu er nú stjórnað, á öðrum sviðum, af sama skeytingarleysi um staðreyndir máls og landsins hag, eins og hér er verið að gera, er óhætt að biðja guði allra trúarbragða að blessa Ísland - og mun ekki duga til. Það er nú í höndum Alþingis hvort málið fái þá meðferð að verða skoðað áður en ákvörðun er tekin (eins og írska þingið gerði) eða hvort sömu vitleysunni verði haldið áfram að óathuguðu máli til verulegs tjóns fyrir menningu okkar og efnahag. P.S.: Kvikmyndaiðnaðurinn á Írlandi er eini iðnaðurinn sem gengur vel í kreppunni þar og er talinn munu velta um 24 milljörðum á þessu ári samanborið við 8 milljarða í fyrra.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun