Jólaleg hönnun 16. desember 2010 06:00 Mynd/Marinó Thorlacius Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli.Glithringir á aðventukrans Kertahringirnir hér til hliðar kallast Lyngkolur og eru hannaðir fyrir Bility af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Rúnu Thors. Hringina er upplagt að nota til að flikka upp á aðventukransinn og gera hann meira glitrandi. Hringirnir fást meðal annars hjá Kraum og í Epal.Bleikur hreindýrapúði Hlýlegir púðar í stofuna, skreyttir hreindýrum, sem lifa allan ársins hring en minna um leið á jólin. Hönnuðirnir eru Stáss-tvíeykið Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir. Púðarnir fást meðal annars í Epal, Mýrinni og í safnbúð Þjóðminjasafnsins.Gestabækur Rannveig Helgadóttir listmálari býr til fallegar handmálaðar bækur sem má nota sem gestabækur, undir uppskriftir eða hvaðeina. Bækurnar fást meðal annars í í Sirku á Akureyri og Magmatika í Mosfellsbæ.Undir konfektmolann Hellur sem hannaðar eru af Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur og eru sniðug vara. Hellurnar má nota sem disk undir kaffibolla og konfektmola, sushi, kökusneið, eða bara hvað sem fólki dettur í hug. Hellurnar fást meðal annars hjá Birkilandi.Sítrónufjöll sem pressa Þóra Breiðfjörð keramiker hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir hlýleg og frumleg verk sín. Þar má nefna kökudiska á nokkrum hæðum sem hún kallar Hrím og eiga einmitt vel við jólaborðið. Þessi sítrónufjöll eru hennar nýjasta nýtt og þjóna hlutverki sítrónupressu. Þau fást á vinnustofu Þóru á Skúlaskeiði í Hafnarfirði. -jma Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli.Glithringir á aðventukrans Kertahringirnir hér til hliðar kallast Lyngkolur og eru hannaðir fyrir Bility af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Rúnu Thors. Hringina er upplagt að nota til að flikka upp á aðventukransinn og gera hann meira glitrandi. Hringirnir fást meðal annars hjá Kraum og í Epal.Bleikur hreindýrapúði Hlýlegir púðar í stofuna, skreyttir hreindýrum, sem lifa allan ársins hring en minna um leið á jólin. Hönnuðirnir eru Stáss-tvíeykið Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir. Púðarnir fást meðal annars í Epal, Mýrinni og í safnbúð Þjóðminjasafnsins.Gestabækur Rannveig Helgadóttir listmálari býr til fallegar handmálaðar bækur sem má nota sem gestabækur, undir uppskriftir eða hvaðeina. Bækurnar fást meðal annars í í Sirku á Akureyri og Magmatika í Mosfellsbæ.Undir konfektmolann Hellur sem hannaðar eru af Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur og eru sniðug vara. Hellurnar má nota sem disk undir kaffibolla og konfektmola, sushi, kökusneið, eða bara hvað sem fólki dettur í hug. Hellurnar fást meðal annars hjá Birkilandi.Sítrónufjöll sem pressa Þóra Breiðfjörð keramiker hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir hlýleg og frumleg verk sín. Þar má nefna kökudiska á nokkrum hæðum sem hún kallar Hrím og eiga einmitt vel við jólaborðið. Þessi sítrónufjöll eru hennar nýjasta nýtt og þjóna hlutverki sítrónupressu. Þau fást á vinnustofu Þóru á Skúlaskeiði í Hafnarfirði. -jma
Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira