Fótbolti

Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Diego Milito.
Diego Milito. Nordic photos/AFP

Ítalíumeistarar Inter eru í góðum málum eftir leiki dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og eru nú komnir með tíu stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan.

Inter vann 3-0 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum en AC Milan gerði aðeins markalaust jafntefli á útivelli gegn Bologna.

Goran Pandev opnaði markareikninginn fyrir Inter með marki strax á 6. mínútu og Walter Samuel bætti við öðru marki á 20. mínútu en staðan var 2-0 í hálfleik. Diego Milito innsiglaði svo sigur Inter með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik og þar við sat.

Úrslit dagsins:

Inter-Cagliari 3-0

Bologna-AC Milan 0-0

Atalanta-Bari 1-0

Genoa-Chievo 1-0

Lazio-Catania 0-1

Siena-Sampdoria 1-2

Udinese-Napoli 3-1

Fiorentina-Roma í kvöld kl. 19.45






Fleiri fréttir

Sjá meira


×