Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld þar sem Haukar og Valur fóru með góða sigra af hólmi.
Haukakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar 26-22 að Ásvöllum en topplið Vals vann ótrúlegan 31-19 sigur gegn Fylki í Fylkishöll.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum í kvöld með 9 mörk en Harpa Sif Eyjólfsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 7 mörk.
Bryndís Jónsdóttir, markvörður Hauka, var hins vegar besti leikmaður vallarins en hún varði 28 skot.
Úrslit kvöldsins:
Haukar-Stjarnan 26-22
Fylkir-Valur 19-31