Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness 25. ágúst 2010 09:15 haukur heiðar Önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, er loksins fáanleg aftur í verslunum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira