Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness 25. ágúst 2010 09:15 haukur heiðar Önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, er loksins fáanleg aftur í verslunum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira