Rokkari og poppkóngur sameinast 19. ágúst 2010 08:00 Gamall rokkari Nafnarnir Örlygur Smári og Smári Tarfur sameina rokkið og poppið í nýju lagi fyrir hljómsveitina Elektru. fréttablaðið/stefan Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira
Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira