Það er liðið tæpt ár síðan þýski markvörðurinn Robert Enke tók sitt eigið líf er hann kastaði sér fyrir lest. Landsliðsmarkvörðurinn Rene Adler segir ekkert hafa breyst á þessu ári þrátt fyrir gífuryrði um annað.
Þýska knattspyrnusambandið sór að veita leikmönnum meiri aðstoð og að fylgst yrði betur með andlegri líðan leikmanna.
"Það var mikið talað en ekkert hefur breyst. Leikmenn verða enn að vera sterkir og mega ekki sýna veikleika. Það er bara svart og hvítt og ekkert grátt þar á milli," sagði Adler.
Stuðningsmenn Hannover munu minnast Enke næstkomandi miðvikudag með göngu.