Tillögur um bönn ekki úthugsaðar 20. október 2010 02:00 helgileikur í öskjuhlíðarskóla Þeir nemendur sem vilja fara í heimsókn í kirkju á ári hverju og setja upp helgileik í skólanum.mynd/jóhann Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira