Í kvöld hefst úrslitakeppni N1 deildar kvenna. Í undanúrslitum mætast Valur og Haukar annars vegar og Fram og Stjarnan hins vegar.
Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaeinvígið.
Valskonur unnu deildarmeistaratitilinn og mæta Haukum sem höfnuðu í fjórða sæti deildarinnar.
Föstudagur 9.apríl - kl.19.30
Valur - Haukar, Vodafone Höllin
Fram - Stjarnan, Framhús
Sunnudagur 11.apríl - kl.16.00
Haukar - Valur, Ásvellir
Stjarnan - Fram, Mýrin
Miðvikudagur 14.apríl kl.19.30
Valur - Haukar, Vodafone Höllin, ef með þarf
Fram - Stjarnan, Framhús, ef með þarf