Íbúar á Suðurlandi hafa nú hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Undirskriftarskjalið er áskorun Sunnlendinga til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að tryggja að sjúkrahúsunum á Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn verði ekki lokað eins og ætlunin er með fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011. Forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum verður afhentur undirskriftalistinn við Alþingishúsið á fimmtudaginn 11. nóvember kl. 16.00. - sv