Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu 28. desember 2010 16:00 Grímur vonast til að halda Airwaves-tónleika í Hörpu á næsta ári. „Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. Að sögn Gríms verður ákveðið á nýju ári hvort Harpan verði næsti viðkomustaður hátíðarinnar. „Við fórum þangað og skoðuðum. Salirnir komu dálítið á óvart. Þeir eru dálítið flottir, sérstaklega hliðarsalirnir. Þeir eru mjög stórir og góðir og gætu gert lukku," segir hann. Salirnir taka annars vegar 1.500 manns standandi og hins vegar rúmlega 1.000 manns og því um stór rými að ræða sem gætu nýst Grími og aðstoðarfólki hans vel. „Við verðum kannski ekki þarna klukkan þrjú um nóttina en með þessu væri hægt að fjölga aðeins áhorfendum, sem er mikilvægt fyrir okkur rekstrarlega séð." Forsvarsmenn Hörpunnar vilja að sem flestar tónlistarstefnur fái að njóta sín í húsinu, þar á meðal popp- og rokktónlist, og yrði koma Airwaves-hátíðarinnar þangað því til að undirstrika þann vilja. Spurður hvers konar flytjendur myndu fá að spreyta sig í Hörpunni segir Grímur ekkert ákveðið um það. Sænska söngkonan Robyn, sem söng í Listasafni Reykjavíkur í haust, hefði þó vel getað sómt sér þar að hans mati. „Það hefði verið gaman að hafa hana í aðeins stærri húsi." - fb Lífið Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
„Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. Að sögn Gríms verður ákveðið á nýju ári hvort Harpan verði næsti viðkomustaður hátíðarinnar. „Við fórum þangað og skoðuðum. Salirnir komu dálítið á óvart. Þeir eru dálítið flottir, sérstaklega hliðarsalirnir. Þeir eru mjög stórir og góðir og gætu gert lukku," segir hann. Salirnir taka annars vegar 1.500 manns standandi og hins vegar rúmlega 1.000 manns og því um stór rými að ræða sem gætu nýst Grími og aðstoðarfólki hans vel. „Við verðum kannski ekki þarna klukkan þrjú um nóttina en með þessu væri hægt að fjölga aðeins áhorfendum, sem er mikilvægt fyrir okkur rekstrarlega séð." Forsvarsmenn Hörpunnar vilja að sem flestar tónlistarstefnur fái að njóta sín í húsinu, þar á meðal popp- og rokktónlist, og yrði koma Airwaves-hátíðarinnar þangað því til að undirstrika þann vilja. Spurður hvers konar flytjendur myndu fá að spreyta sig í Hörpunni segir Grímur ekkert ákveðið um það. Sænska söngkonan Robyn, sem söng í Listasafni Reykjavíkur í haust, hefði þó vel getað sómt sér þar að hans mati. „Það hefði verið gaman að hafa hana í aðeins stærri húsi." - fb
Lífið Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira