Kálsopi Líf Magneudóttir skrifar 17. júní 2010 06:00 Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun