Líklegt er að Walter Samuel, leikmaður Inter, geti ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en talið er að hann hafi slitið krossband í leik Inter gegn Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.
Hann var borinn af velli í leiknum eftir að hann meiddist í síðari hálfleik og er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð.
Bakvörðurinn Maicon meiddist einnig í leiknum og er talið að hann verði frá vegna þessa næstu vikurnar.
Þá hefur Wesley Sneijder verið veikur undanfarið en hann var tekinn af velli í hálfleik. Inter gerði 1-1 jafntefli í leiknum og er dottið niður í þriðja sæti deildarinnar.