Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun þurfa að taka út þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í. Áfrýjun hans í málinu var hafnað í dag.
Bannið fékk Mourinho fyrir hegðun sína í leiknum gegn Sampdoria á dögunum. Þá missti Inter tvo leikmenn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.
Mourinho þóttist þá vera handjárnaður er hann horfði á dómarann. Sú hegðun fór ekki vel ofan í forkólfa ítalska knattspyrnusambandsins.
Sulley Muntari og Esteban Cambiasso voru þess utan dæmdir í tveggja leikja bann. Bann Muntari var stytt í einn leik, lengra náði áfrýjun Inter ekki.