Jón Gunnlaugur Viggósson var í kvöld ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Karlssyni sem sagði upp.
Jón Gunnlaugur hefur þjálfað unglingaflokk kvenna í vetur og hefur verið viðriðinn þjálfun á síðustu árum.
Í fréttatilkynningu frá FH kemur fram að Jón muni vinna með kvennaráði handknattleiksdeildar við að efla umgjörð og halda uppbyggingu liðsins áfram.
Jón er sonur Viggós Sigurðssonar, fyrrum landsliðsþjálfara.