Handbolti

Karen: Vorum staðráðnar í að enda sigurgöngu Vals

Ómar Þorgeirsson skrifar
Karen á ferðinni í dag.
Karen á ferðinni í dag. Mynd/Daníel

„Við byrjuðum leikinn náttúrulega frábærlega og lögðum grunninn að sigrinum þar. Undirbúningurinn fyrir leikinn í vikunni er reyndar búinn að vera alveg frábær og við mættum því tilbúnar til leiks," sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir bikarúrslitaleikinn í dag.

"Valur er náttúrulega búinn að vera með tak á okkur í vetur og Valsstelpurnar voru taplausar í deild og bikar þannig að við vorum staðráðnar í að enda sigurgöngu Vals hér í dag,“ sagði Karen.

Karen skoraði fjögur mörk fyrir Fram í leiknum og var mjög lífleg í sóknarleik liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hún hrósaði varnarleik Safamýrarliðsins sérstaklega í leikslok.

„Við náðum að spila mjög góðan varnarleik og Íris Björk var frábær í markinu. Ég er líka ánægð með að Pavla hafi skorað sigurmarkið í lokin því við vorum búnar að gefa svo mikið í leikinn að ég er ekki viss um að maður hefði náð að halda út framlenginguna,“ sagði Karen ánægð í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×