Færðu lán á milli banka með afslætti 7. október 2010 02:45 Bankarnir verða að bæta sig Almar Guðmundsson, hér Þorsteini Pálssyni á hægri hönd, segir bankana geta nýtt svigrúm við endurmat á lánasöfnun til að lækka skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Fréttablaðið/Valli Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira