Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er mjög ánægður með nýjan Icesave-samning og segir hann vera risaáfanga í endurreisn Íslands. Hann bendir á að allt aðrar aðstæður séu nú en þegar fyrri samningur var gerður í fyrrasumar og því sé ekki sanngjarnt að bera samningana saman.
Steingrímur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi um Icesave-samninginn.
Formenn stjórnarflokkana hafa sætt gagnrýni eftir að ljóst var að nýi samningurinn er mun hagstæðari fyrir Íslendinga en sá fyrri. Sem kunnugt er var þeim samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati Steingríms er hins vegar ekki hægt að bera þessa samninga saman þar sem ólíkar forsendur liggja að baki þeim og staða Íslands í samningaferlinu betri nú.
Steingrímur segir ósanngjarnt að bera samningana saman
![Steingrímur J. Sigfússon segir samninginn risaáfanga í endurreisn Íslands](https://www.visir.is/i/7A01ABF9E3124E553D5B2DEA15FE01FB84B51A8E6A918DB28AD6F966CAFA6B15_713x0.jpg)