Alex Ferguson hefur gert tíu breytingar á byrjunarliði Manchester United fyrir leik liðsins gegn Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
United gerði 3-3 jafntefli við Everton um síðustu helgi en líklegt er að Ferguson sé að taka með í reikninginn að liðið á leik gegn Liverpool á sunnudaginn.
Aðeins Darren Fletcher heldur sæti sínu í liði United að þessu sinni. Wayne Rooney er í byrjunarliðinu en hann var hvíldur gegn Everton vegna vandræða hans utan vallar.
Af þeim sem voru í byrjunarliðinu í leiknum gegn Everton eru fjórir nú á bekknum. Sex eru ekki í hópnum í kvöld, það eru Neville, Evra, Vidic, Nani, Scholes og Berbatov.
Byrjunarlið United í kvöld: Kuszczak, Brown, Ferdinand, Smalling, Fabio Da Silva, Valencia, Fletcher, Gibson, Park, Rooney, Hernandez.
Varamenn: Van der Sar, Owen, Anderson, Giggs, O'Shea, Jonathan Evans, Macheda.