Tvö ný andlit í Gettu betur 14. september 2010 07:00 nýir liðsmenn Dómarinn Örn Úlfar Sævarsson (lengst til vinstri) ásamt nýju liðsmönnunum Eddu Hermannsdóttur og Marteini Sindra Jónssyni. Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson. „Það eru spennandi tímar fram undan. Það fer vissulega svolítill tími í þetta og þetta er ekki alveg orðið raunverulegt enn þá. En mér líst rosalega vel á þennan hóp sem verður með mér,“ segir Edda, sem fetar í fótspor Evu Maríu Jónsdóttur sem hefur spurt nemendur spjörunum úr undanfarin tvö ár. Edda viðurkennir að hún kvíði því lítillega að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. „Það er passlega mikið stresss, eins og það á að vera. En ég er búin að fara á nokkrar æfingar og ætti nú að vera vel undirbúin.“ Sjónvarpsmennska ætti henni líka að vera í blóð borin því hún er dóttir hins eins og sanna Hemma Gunn. Edda er Akureyringur og var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segist alltaf hafa fylgst vel með Gettu betur. „Ég var mjög mikið í tengslum við Gettu betur í gegnum félagslífið. Það er ekkert svo langt síðan það var,“ segir hin 23 ára Edda og hlær. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessum þætti og það er frábært að fá að taka þátt í þessu.“ Hún stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og það var í gegnum námið sem henni bauðst spyrilsstaðan. „Ég tók einn áfanga í tengslum við RÚV í vor. Eftir hann hafði Sigrún Stefánsdóttir [dagskrárstjóri Sjónvarpsins] samband við mig og bauð mér að koma í prufur,“ segir Edda, sem er einnig í stúdentaráði Háskólans. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára er hún gift og á von á sínu öðru barni í desember. Hún óttast ekki að barnið muni hafa áhrif á spyrilsstarfið. „Ég er viss um að þetta verði skemmtileg blanda. Ég verð bara að mjólka heima og æfa mig á spurningunum,“ segir hún hress. Marteinn Sindri Jónsson er 21 árs Reykvíkingur sem hefur starfað talsvert á Rás 1 og stjórnaði þættinum Mánafjöll síðasta vetur. „Það er fyrst og fremst heiður að fá þetta tækifæri. Ég er bjartsýnn á að þetta verði skemmtileg og góð reynsla sem muni nýtast í önnur verkefni lífsins,“ segir Marteinn Sindri, sem les heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fyllir skarð hins skelegga Ásgeirs Erlendssonar sem stigavörður í Gettu betur. Marteinn á sér óvenjulega fortíð því hann starfaði sem fyrirsæta erlendis eftir stúdentspróf frá MH og sýndi fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. „Ég fór út í smá tíma en svo ákvað ég að það byðust stærri verkefni hérna heima. Minn metnaður lá annars staðar,“ segir Marteinn, sem er sagður hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Jacobs. „Þetta var gífurleg reynsla sem víkkaði út sjóndeildarhringinn,“ segir hann um fyrirsætuferilinn. Dagskrárstjórinn Sigrún Stefánsdóttir er hæstánægð með nýju starfsmennina. „Ég hef mikla trú á þeim. Það er gaman að fá ný andlit á skjáinn og leyfa þeim að spreyta sig.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson. „Það eru spennandi tímar fram undan. Það fer vissulega svolítill tími í þetta og þetta er ekki alveg orðið raunverulegt enn þá. En mér líst rosalega vel á þennan hóp sem verður með mér,“ segir Edda, sem fetar í fótspor Evu Maríu Jónsdóttur sem hefur spurt nemendur spjörunum úr undanfarin tvö ár. Edda viðurkennir að hún kvíði því lítillega að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. „Það er passlega mikið stresss, eins og það á að vera. En ég er búin að fara á nokkrar æfingar og ætti nú að vera vel undirbúin.“ Sjónvarpsmennska ætti henni líka að vera í blóð borin því hún er dóttir hins eins og sanna Hemma Gunn. Edda er Akureyringur og var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segist alltaf hafa fylgst vel með Gettu betur. „Ég var mjög mikið í tengslum við Gettu betur í gegnum félagslífið. Það er ekkert svo langt síðan það var,“ segir hin 23 ára Edda og hlær. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessum þætti og það er frábært að fá að taka þátt í þessu.“ Hún stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og það var í gegnum námið sem henni bauðst spyrilsstaðan. „Ég tók einn áfanga í tengslum við RÚV í vor. Eftir hann hafði Sigrún Stefánsdóttir [dagskrárstjóri Sjónvarpsins] samband við mig og bauð mér að koma í prufur,“ segir Edda, sem er einnig í stúdentaráði Háskólans. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára er hún gift og á von á sínu öðru barni í desember. Hún óttast ekki að barnið muni hafa áhrif á spyrilsstarfið. „Ég er viss um að þetta verði skemmtileg blanda. Ég verð bara að mjólka heima og æfa mig á spurningunum,“ segir hún hress. Marteinn Sindri Jónsson er 21 árs Reykvíkingur sem hefur starfað talsvert á Rás 1 og stjórnaði þættinum Mánafjöll síðasta vetur. „Það er fyrst og fremst heiður að fá þetta tækifæri. Ég er bjartsýnn á að þetta verði skemmtileg og góð reynsla sem muni nýtast í önnur verkefni lífsins,“ segir Marteinn Sindri, sem les heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fyllir skarð hins skelegga Ásgeirs Erlendssonar sem stigavörður í Gettu betur. Marteinn á sér óvenjulega fortíð því hann starfaði sem fyrirsæta erlendis eftir stúdentspróf frá MH og sýndi fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. „Ég fór út í smá tíma en svo ákvað ég að það byðust stærri verkefni hérna heima. Minn metnaður lá annars staðar,“ segir Marteinn, sem er sagður hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Jacobs. „Þetta var gífurleg reynsla sem víkkaði út sjóndeildarhringinn,“ segir hann um fyrirsætuferilinn. Dagskrárstjórinn Sigrún Stefánsdóttir er hæstánægð með nýju starfsmennina. „Ég hef mikla trú á þeim. Það er gaman að fá ný andlit á skjáinn og leyfa þeim að spreyta sig.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira